Selma farin til Kænugarðs 11. maí 2005 00:01 Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið If I had your love. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, er búinn að vera á stöðugum þeysingi síðustu daga þar sem binda þarf um marga lausa hnúta. "Já, þetta er búið að vera heilmikið stress síðustu daga og ég hef brugðið mér í hlutverk sendils og barnapíu," segir Rúnar Freyr sem var einmitt að sendlast eitthvað fyrir Selmu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Rúnar Freyr verður því einn í kotinu ásamt syni þeirra Selmu, Gísla Birni, um skamma hríð en sjálfur fer leikarinn út á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn sem hann fer á þessa keppni. "Það er mjög skemmtileg stemmning á þessari keppni og þeir blaðamenn sem koma eru dolfallnir Eurovision-aðdáendur, eltandi stjörnurnar út um allt," segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann sé orðinn pínulítið spenntur. " Hjartað slær aðeins hraðar," segir hann og hlær. Hann segist ekki mikið vita um Kænugarð en veit þó að þetta sé mjög áhugaverð borg með mikið menningarlíf. "Það verður líka gaman að vera í fríi frá sviðinu, geta staðið til hliðar og bara fylgst með," segir hann og reiknar með því að vera með íslenska fánann í salnum þegar Selma stígur á sviðið. " Svo reyni ég bara að vera góður við hana," bætir hann við og heldur áfram að þeysast um borgina og binda lausu hnútuna. Eurovision Innlent Lífið Menning Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið If I had your love. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, er búinn að vera á stöðugum þeysingi síðustu daga þar sem binda þarf um marga lausa hnúta. "Já, þetta er búið að vera heilmikið stress síðustu daga og ég hef brugðið mér í hlutverk sendils og barnapíu," segir Rúnar Freyr sem var einmitt að sendlast eitthvað fyrir Selmu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Rúnar Freyr verður því einn í kotinu ásamt syni þeirra Selmu, Gísla Birni, um skamma hríð en sjálfur fer leikarinn út á sunnudaginn. Þetta er í annað sinn sem hann fer á þessa keppni. "Það er mjög skemmtileg stemmning á þessari keppni og þeir blaðamenn sem koma eru dolfallnir Eurovision-aðdáendur, eltandi stjörnurnar út um allt," segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann sé orðinn pínulítið spenntur. " Hjartað slær aðeins hraðar," segir hann og hlær. Hann segist ekki mikið vita um Kænugarð en veit þó að þetta sé mjög áhugaverð borg með mikið menningarlíf. "Það verður líka gaman að vera í fríi frá sviðinu, geta staðið til hliðar og bara fylgst með," segir hann og reiknar með því að vera með íslenska fánann í salnum þegar Selma stígur á sviðið. " Svo reyni ég bara að vera góður við hana," bætir hann við og heldur áfram að þeysast um borgina og binda lausu hnútuna.
Eurovision Innlent Lífið Menning Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira