Kópavogur 50 ára 10. maí 2005 00:01 Kópavogur, næst stærsta bæjarfélag landsins, er 50 ára í dag. Þennan dag fyrir 50 árum fékk bærinn kaupstaðarréttindi, og þá voru íbúarnir upp undir fjögur þúsund talsins. Þeir eru nú um 26 þúsund. Saga Kópavogs teygir sig þó enn lengra aftur og segja má að Kópavogur sé á leið til upprunans nú þegar byggðin er komin að Elliðavatni, þar sem á Þingnesi neðan við hina nýju byggð er talið að hið forna Kjalarnesþing hafi verið haldið. Það er gömul saga og ný að þeir sem ekki hafa fundið sér húsnæði við hæfi í höfuðborginni Reykjavík hafa sest að í Kópavogi. Þetta var einkum áberandi á fyrstu dögum kaupstaðarins og svo núna á síðustu árum, eftir að Kópavogsbær eignaðist Smárahvamms- og Fífuhvammslandið. Þá hófst hin gífurlega útþensla Kópavogs , sem nú teygir sig vestan frá sjó og upp að Elliðavatni. Marbakkahjónin Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir komu mjög við sögu á fyrstu árum Kópavogskaupstaðar og settu svip sinn á vöxt og viðgang bæjarins. Finnbogi Rútur var fyrsti bæjarstjórinn i Kópavogi, en hafði áður verið oddviti þar. Þegar hann fór til annarra starfa tók Hulda við starfi bæjarstjóra og varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi hér á landi. Bærinn óx hratt á fyrstu árunum og það var erfitt fyrir bæjaryfirvöld að halda í við íbúafjölgunina hvað varðar gatnagerð og skólabyggingar, en þeir tímar eru löngu að baki. Samvinna þeirra Sigurðar Geirdal bæjarstjóra sem lést fyrir aldur fram í vetur og Gunnars Birgissonar og flokka þeirra , Framsóknarfloks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur borið ríkulegan ávöxt og sú mikla fjölgun íbúa sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum hefur hlutfallslega verið lang mest í Kópavogi. Nú þegar byggðin er komin að austurmörkum bæjarins, þurfa bæjaryfirvöld að fara að huga að frekari landviningum. Þegar er ljóst að stórverkefni blasir við hvað varðar uppbyggingu Lundarhverfisins , sem sátt náðist um eftir miklar deilur bæjaryfirvalda og íbúa í nágrenninu. Það var gott dæmi um hvernig íbúar geta með samstilltu átaki haft áhrif á umhverfi sitt. Segja má að í Kópavogi séu tvö miðsvæði og helgast það af legu bæjarins. Annarsvegar er Hamraborgin, og svokölluð Torfa með Kópavogskirkju sem einkennistákn, og hinsvegar Smáralindin og svæðið þar í kring. Á Torfunni hafa Kópavogsbúar nú reist hverja menningarbygginguna af annarri og verið þar í fararbroddi á margan hátt eins og með tónlistarhúsinu Salnum. Ekki verður minnst á hann án þess að nefna nafn Jónasar Ingimundarsonar. Það er ómetanlegt fyrir bæjarfélögað hafa innan sinna raða menn eins og hann, sem með dugnaði sínum og áhuga marka stefnuna í ákveðnum málum , svo eftir er tekið. Þarna á Torfunni þrífst nú margvísleg menningarstarfsemi og er skemmst að minnast alþjóðlegrar glerlistasýningar, sem haldin var í tilefni af afmæli bæjarins og teygði sig um menningarhúsin á svæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Kópavogur, næst stærsta bæjarfélag landsins, er 50 ára í dag. Þennan dag fyrir 50 árum fékk bærinn kaupstaðarréttindi, og þá voru íbúarnir upp undir fjögur þúsund talsins. Þeir eru nú um 26 þúsund. Saga Kópavogs teygir sig þó enn lengra aftur og segja má að Kópavogur sé á leið til upprunans nú þegar byggðin er komin að Elliðavatni, þar sem á Þingnesi neðan við hina nýju byggð er talið að hið forna Kjalarnesþing hafi verið haldið. Það er gömul saga og ný að þeir sem ekki hafa fundið sér húsnæði við hæfi í höfuðborginni Reykjavík hafa sest að í Kópavogi. Þetta var einkum áberandi á fyrstu dögum kaupstaðarins og svo núna á síðustu árum, eftir að Kópavogsbær eignaðist Smárahvamms- og Fífuhvammslandið. Þá hófst hin gífurlega útþensla Kópavogs , sem nú teygir sig vestan frá sjó og upp að Elliðavatni. Marbakkahjónin Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir komu mjög við sögu á fyrstu árum Kópavogskaupstaðar og settu svip sinn á vöxt og viðgang bæjarins. Finnbogi Rútur var fyrsti bæjarstjórinn i Kópavogi, en hafði áður verið oddviti þar. Þegar hann fór til annarra starfa tók Hulda við starfi bæjarstjóra og varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi hér á landi. Bærinn óx hratt á fyrstu árunum og það var erfitt fyrir bæjaryfirvöld að halda í við íbúafjölgunina hvað varðar gatnagerð og skólabyggingar, en þeir tímar eru löngu að baki. Samvinna þeirra Sigurðar Geirdal bæjarstjóra sem lést fyrir aldur fram í vetur og Gunnars Birgissonar og flokka þeirra , Framsóknarfloks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur borið ríkulegan ávöxt og sú mikla fjölgun íbúa sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum hefur hlutfallslega verið lang mest í Kópavogi. Nú þegar byggðin er komin að austurmörkum bæjarins, þurfa bæjaryfirvöld að fara að huga að frekari landviningum. Þegar er ljóst að stórverkefni blasir við hvað varðar uppbyggingu Lundarhverfisins , sem sátt náðist um eftir miklar deilur bæjaryfirvalda og íbúa í nágrenninu. Það var gott dæmi um hvernig íbúar geta með samstilltu átaki haft áhrif á umhverfi sitt. Segja má að í Kópavogi séu tvö miðsvæði og helgast það af legu bæjarins. Annarsvegar er Hamraborgin, og svokölluð Torfa með Kópavogskirkju sem einkennistákn, og hinsvegar Smáralindin og svæðið þar í kring. Á Torfunni hafa Kópavogsbúar nú reist hverja menningarbygginguna af annarri og verið þar í fararbroddi á margan hátt eins og með tónlistarhúsinu Salnum. Ekki verður minnst á hann án þess að nefna nafn Jónasar Ingimundarsonar. Það er ómetanlegt fyrir bæjarfélögað hafa innan sinna raða menn eins og hann, sem með dugnaði sínum og áhuga marka stefnuna í ákveðnum málum , svo eftir er tekið. Þarna á Torfunni þrífst nú margvísleg menningarstarfsemi og er skemmst að minnast alþjóðlegrar glerlistasýningar, sem haldin var í tilefni af afmæli bæjarins og teygði sig um menningarhúsin á svæðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun