Blendinn fögnuður 9. maí 2005 00:01 Hátíðahöldin í Moskvu í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum í Evrópu eru tvíbent í tvennum skilningi - bæði í nútíma- og sögulegu samhengi. Þjóðir Evrópu líta sigurinn yfir Þýzkalandi nazismans misjöfnum augum, allt eftir því hvert hlutskipti þeirra var í hildarleiknum og í þeirri nýskipan álfunnar sem komst á í kjölfar hans. Þannig neituðu til dæmis forsetar Eistlands og Litháens að þiggja boð Pútíns Rússlandsforseta um að mæta til Moskvu, en hlutskipti Eystrasaltsþjóðanna var sérstaklega biturt þar sem þær voru innlimaðar gegn vilja sínum í Sovétríkin og sluppu ekki úr þeirri prísund fyrr en nærri hálfri öld eftir stríðslokin. Hundruð þúsunda Eista, Letta og Litháa voru send í þrælkunarvinnubúðir í Síberíu. Það er mörgum gleymt að föðurlandsvinir í þessum löndum héldu uppi skæruhernaði gegn Rauða hernum allt fram á sjötta áratuginn; lengst héldu skæruliðar í skógum Litháens út. Einnig var talsverður innanlandsþrýstingur á forseta Póllands að fara hvergi. Hann mat það hins vegar svo að of miklir hagsmunir væru í húfi; sæti hann heima yrði því tekið sem móðgun í Moskvu og góðum samskiptum landanna þannig stefnt í uppnám. Margir Pólverjar telja að Rússar hafi aldrei tilhlýðilega beðist afsökunar á stríðsglæpum á borð við fjöldamorð Rauða hersins í Katyn-skógi á þúsundum yfirmanna úr pólska hernum, sem teknir höfðu verið sem stríðsfangar eftir að Sovétherinn hernam austurhluta Póllands í samræmi við griðasáttmála Hitlers og Stalíns haustið 1939. Ennfremur líta flestir Pólverjar svo á að það hafi verið sögulegt óréttlæti að þeir skyldu hafa lent í helzi Austurblokkarinnar eftir að stríðinu lauk, en ábyrgir fyrir þessu helzi voru ráðamenn í Moskvu. Það er ekki gleymt. Það kemur líka sumum Þjóðverjum spánskt fyrir sjónir að þýzki kanzlarinn skuli vera viðstaddur slíka sigurhátið Rússa, þótt opinberlega séu Þjóðverjar nú gjarnan farnir að líta svo á að sigur bandamanna yfir nazistum hefði einnig falið í sér frelsun þýzku þjóðarinnar undan þeim. Enn eru á lífi margir Þjóðverjar sem þurftu að flýja heimkynni sín undan byssustingjum Rauða hersins (svo sem frá Austur-Prússlandi, Pommern og Slésíu, héruðum sem voru "hreinsuð" af öllum Þjóðverjum); enn eru á lífi margar þýzkar konur sem þurftu að þola nauðganir og ofbeldi sigurreifra hermanna Sovéthersins fyrir 60 árum. Sigurvegararnir skrifa söguna, það er ekkert nýtt, og því hafa þjáningar Þjóðverja ekki átt upp á pallborðið þegar stríðsins er minnzt. Enda hafa Þjóðverjar sjálfir viljað forðast að gefa öðrum ástæðu til að saka þá um að vilja bera þær þjáningar sem herir Hitlers ollu saman við þjáningar Þjóðverja - hvað þá vega þær þjáningar að einhverju leyti upp á móti hver öðrum. En þessi dæmi sem hér hafa verið rakin sýna hvernig slík skrautsýning í Moskvu vekur blendnar tilfinningar í brjóstum ófárra Evrópubúa. Mörgum finnst það hljóma skringilega þegar fyrrverandi KGB-maðurinn Pútín segir að 9. maí 1945 hafi verið "dagur sigurs góðs á illu, frelsis á harðstjórn". Í ræðu yfir marserandi hermönnum sem halda á lofti rauðum gunnfánum og stórum myndum af Stalín. Stórveldishyggja ráðamanna í Moskvu fékk tímabundinn skell er Sovétríkin hrundu fyrir vel rúmum áratug. Með hersýningunni miklu í Moskvu í gær, að viðstöddum Bush Bandaríkjaforseta og leiðtogum ótal annarra landa innan sem utan Evrópu - þar á meðal Íslands - voru Rússar ekki sízt að minna á tilkall sitt til áhrifa í álfunni og heiminum; tilkall sem ekki sízt er beint gegn því sem Pútín og hans menn skynja sem sívaxandi ásælni Bandaríkjanna til áhrifa á því svæði sem þeir telja sitt "náttúrulega" áhrifasvæði, sinn bakgarð. Í þessu ljósi er sérstaklega athyglisverð ferð Bush til Kákasuslýðveldisins Georgíu, þangað sem hann hélt í beinu framhaldi af Moskvuheimsókninni. Í friðsamlegri byltingu, sambærilegri við "appelsínugulu byltinguna" í Úkraínu í vetur sem leið, halda nú menn um stjórnartaumana í Tíflis sem vilja brjótast út úr segulsviði Moskvuvaldsins og styrkja þeim mun meira tengslin í vestur, við Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Staðan í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi - hvers frægasti sonur er Josef Vissarianovitsj Dsjúgasvílí, öðru nafni Stalín - er einkar snúin, en tvö héruð þess hafa sagt sig úr lögum við landið og í þessum aðskilnaðarhéruðum eru þúsundir rússneskra "friðargæzluhermanna". Bush, fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem verið hefur viðstaddur rússneska stríðssigurhátíð, hældi í Moskvu þætti Rússa í sigrinum á nazistum en tók fram að sovézka hernámið í Mið- og Austur-Evrópu, sem fylgdi í kjölfarið, hefði verið "eitt mesta ranglæti sögunnar". Í Tíflis reyndi hann, án þess að troða Rússum of mikið um tær, að láta heimsókn sína birtast í ljósi þeirra megingilda sem hann vill standa fyrir í alþjóðamálum, það er framgangi frelsis og lýðræðis. Það blasir við að hugsunin af hálfu Bandaríkjastjórnar að baki heimsókna Bush til Moskvu og Tíflis er sú, að sýna með táknrænum hætti að hún líti svo á að sigurinn yfir nazistum og hrun Sovétríkjanna hefðu hvort tveggja verið sigur frelsisins. Og stórveldaleikurinn heldur áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hátíðahöldin í Moskvu í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum í Evrópu eru tvíbent í tvennum skilningi - bæði í nútíma- og sögulegu samhengi. Þjóðir Evrópu líta sigurinn yfir Þýzkalandi nazismans misjöfnum augum, allt eftir því hvert hlutskipti þeirra var í hildarleiknum og í þeirri nýskipan álfunnar sem komst á í kjölfar hans. Þannig neituðu til dæmis forsetar Eistlands og Litháens að þiggja boð Pútíns Rússlandsforseta um að mæta til Moskvu, en hlutskipti Eystrasaltsþjóðanna var sérstaklega biturt þar sem þær voru innlimaðar gegn vilja sínum í Sovétríkin og sluppu ekki úr þeirri prísund fyrr en nærri hálfri öld eftir stríðslokin. Hundruð þúsunda Eista, Letta og Litháa voru send í þrælkunarvinnubúðir í Síberíu. Það er mörgum gleymt að föðurlandsvinir í þessum löndum héldu uppi skæruhernaði gegn Rauða hernum allt fram á sjötta áratuginn; lengst héldu skæruliðar í skógum Litháens út. Einnig var talsverður innanlandsþrýstingur á forseta Póllands að fara hvergi. Hann mat það hins vegar svo að of miklir hagsmunir væru í húfi; sæti hann heima yrði því tekið sem móðgun í Moskvu og góðum samskiptum landanna þannig stefnt í uppnám. Margir Pólverjar telja að Rússar hafi aldrei tilhlýðilega beðist afsökunar á stríðsglæpum á borð við fjöldamorð Rauða hersins í Katyn-skógi á þúsundum yfirmanna úr pólska hernum, sem teknir höfðu verið sem stríðsfangar eftir að Sovétherinn hernam austurhluta Póllands í samræmi við griðasáttmála Hitlers og Stalíns haustið 1939. Ennfremur líta flestir Pólverjar svo á að það hafi verið sögulegt óréttlæti að þeir skyldu hafa lent í helzi Austurblokkarinnar eftir að stríðinu lauk, en ábyrgir fyrir þessu helzi voru ráðamenn í Moskvu. Það er ekki gleymt. Það kemur líka sumum Þjóðverjum spánskt fyrir sjónir að þýzki kanzlarinn skuli vera viðstaddur slíka sigurhátið Rússa, þótt opinberlega séu Þjóðverjar nú gjarnan farnir að líta svo á að sigur bandamanna yfir nazistum hefði einnig falið í sér frelsun þýzku þjóðarinnar undan þeim. Enn eru á lífi margir Þjóðverjar sem þurftu að flýja heimkynni sín undan byssustingjum Rauða hersins (svo sem frá Austur-Prússlandi, Pommern og Slésíu, héruðum sem voru "hreinsuð" af öllum Þjóðverjum); enn eru á lífi margar þýzkar konur sem þurftu að þola nauðganir og ofbeldi sigurreifra hermanna Sovéthersins fyrir 60 árum. Sigurvegararnir skrifa söguna, það er ekkert nýtt, og því hafa þjáningar Þjóðverja ekki átt upp á pallborðið þegar stríðsins er minnzt. Enda hafa Þjóðverjar sjálfir viljað forðast að gefa öðrum ástæðu til að saka þá um að vilja bera þær þjáningar sem herir Hitlers ollu saman við þjáningar Þjóðverja - hvað þá vega þær þjáningar að einhverju leyti upp á móti hver öðrum. En þessi dæmi sem hér hafa verið rakin sýna hvernig slík skrautsýning í Moskvu vekur blendnar tilfinningar í brjóstum ófárra Evrópubúa. Mörgum finnst það hljóma skringilega þegar fyrrverandi KGB-maðurinn Pútín segir að 9. maí 1945 hafi verið "dagur sigurs góðs á illu, frelsis á harðstjórn". Í ræðu yfir marserandi hermönnum sem halda á lofti rauðum gunnfánum og stórum myndum af Stalín. Stórveldishyggja ráðamanna í Moskvu fékk tímabundinn skell er Sovétríkin hrundu fyrir vel rúmum áratug. Með hersýningunni miklu í Moskvu í gær, að viðstöddum Bush Bandaríkjaforseta og leiðtogum ótal annarra landa innan sem utan Evrópu - þar á meðal Íslands - voru Rússar ekki sízt að minna á tilkall sitt til áhrifa í álfunni og heiminum; tilkall sem ekki sízt er beint gegn því sem Pútín og hans menn skynja sem sívaxandi ásælni Bandaríkjanna til áhrifa á því svæði sem þeir telja sitt "náttúrulega" áhrifasvæði, sinn bakgarð. Í þessu ljósi er sérstaklega athyglisverð ferð Bush til Kákasuslýðveldisins Georgíu, þangað sem hann hélt í beinu framhaldi af Moskvuheimsókninni. Í friðsamlegri byltingu, sambærilegri við "appelsínugulu byltinguna" í Úkraínu í vetur sem leið, halda nú menn um stjórnartaumana í Tíflis sem vilja brjótast út úr segulsviði Moskvuvaldsins og styrkja þeim mun meira tengslin í vestur, við Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Staðan í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi - hvers frægasti sonur er Josef Vissarianovitsj Dsjúgasvílí, öðru nafni Stalín - er einkar snúin, en tvö héruð þess hafa sagt sig úr lögum við landið og í þessum aðskilnaðarhéruðum eru þúsundir rússneskra "friðargæzluhermanna". Bush, fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem verið hefur viðstaddur rússneska stríðssigurhátíð, hældi í Moskvu þætti Rússa í sigrinum á nazistum en tók fram að sovézka hernámið í Mið- og Austur-Evrópu, sem fylgdi í kjölfarið, hefði verið "eitt mesta ranglæti sögunnar". Í Tíflis reyndi hann, án þess að troða Rússum of mikið um tær, að láta heimsókn sína birtast í ljósi þeirra megingilda sem hann vill standa fyrir í alþjóðamálum, það er framgangi frelsis og lýðræðis. Það blasir við að hugsunin af hálfu Bandaríkjastjórnar að baki heimsókna Bush til Moskvu og Tíflis er sú, að sýna með táknrænum hætti að hún líti svo á að sigurinn yfir nazistum og hrun Sovétríkjanna hefðu hvort tveggja verið sigur frelsisins. Og stórveldaleikurinn heldur áfram.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun