San Antonio 2 - Denver 1 1. maí 2005 00:01 Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Sjá meira
Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Sjá meira