Róbert sá rautt gegn Gummersbach

Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark þegar Wetzlar tapaði á heimavelli fyrir Gummersbach, 31-23, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Róbert var útilokaður frá leiknum þegar 10 mínútur voru til leiksloka þegar hann fékk sína þriðju brottvísun. Gummersbach í sjötta sæti deildarinnar með 37 stig en Wetzlar í 14. sæti með 19 stig og hefur ekki unnið leik í nýrri og glæsilegri höll félagsins í Dutenhofen.