Mikill stígandi í ÍBV 29. apríl 2005 00:01 Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið. Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira