Mikill stígandi í ÍBV 29. apríl 2005 00:01 Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Sjá meira
Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Sjá meira