Mikill stígandi í ÍBV 29. apríl 2005 00:01 Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið. Íslenski handboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira