Gerði góð kaup á Flórída 28. apríl 2005 00:01 Auður Ólafsdóttir æfir hópfimleika með Stjörnunni og veldur það henni ansi miklum hausverk þegar hún er beðin um að draga fram uppáhaldsflíkina sína. "Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fataskápnum mínum en fann loksins pils sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan hring um miðstöðina áður en ég keypti það. Mér fannst ekki mjög praktískt að labba inn í fyrstu búðina í verslunarmiðstöðinni og kaupa eitthvað," segir Auður og hlær. "Pilsið er svart með túrkísbláum blómum á og missítt. Það er í sparilegri kantinum þannig að ég nota það þegar ég fer eitthvað fínt út að skemmta mér," segir Auður sem var aldeilis framsýn þar sem túrkísblár er aðaltískuliturinn í sumar. "Já, ég hugsaði einmitt "þetta verður mjög fínt árið 2005"," segir Auður og hlær dátt af þessum praktísku pilsakaupum. Uppáhaldspilsið hennar Auðar var mjög ódýrt og segir Auður verðlagið á Flórída vera ansi lágt. "Það er voðalega gott að kaupa föt þar. Annars kaupi ég mér bara föt þegar ég dett niður á eitthvað sem mér líkar vel við. Ef mig vantar eitthvað þá fer ég á stúfana að kaupa -- en ég er alls ekki alltaf að kaupa mér föt." Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Auður Ólafsdóttir æfir hópfimleika með Stjörnunni og veldur það henni ansi miklum hausverk þegar hún er beðin um að draga fram uppáhaldsflíkina sína. "Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fataskápnum mínum en fann loksins pils sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan hring um miðstöðina áður en ég keypti það. Mér fannst ekki mjög praktískt að labba inn í fyrstu búðina í verslunarmiðstöðinni og kaupa eitthvað," segir Auður og hlær. "Pilsið er svart með túrkísbláum blómum á og missítt. Það er í sparilegri kantinum þannig að ég nota það þegar ég fer eitthvað fínt út að skemmta mér," segir Auður sem var aldeilis framsýn þar sem túrkísblár er aðaltískuliturinn í sumar. "Já, ég hugsaði einmitt "þetta verður mjög fínt árið 2005"," segir Auður og hlær dátt af þessum praktísku pilsakaupum. Uppáhaldspilsið hennar Auðar var mjög ódýrt og segir Auður verðlagið á Flórída vera ansi lágt. "Það er voðalega gott að kaupa föt þar. Annars kaupi ég mér bara föt þegar ég dett niður á eitthvað sem mér líkar vel við. Ef mig vantar eitthvað þá fer ég á stúfana að kaupa -- en ég er alls ekki alltaf að kaupa mér föt."
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira