Molar dagsins 25. apríl 2005 00:01 Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira