Ratzinger vígður páfi 24. apríl 2005 00:01 Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira