Dallas 0 - Houston 1 24. apríl 2005 00:01 Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.) NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira
Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.)
NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira