Afstaðinn vetur fór öfga á milli 22. apríl 2005 00:01 Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira