Dallas - Houston 22. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas. NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas.
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira