San Antonio - Denver 22. apríl 2005 00:01 Þetta einvígi er eitt af þeim áhugaverðari í fyrstu umferðinni í ár. San Antonio er af mörgum talið líklegasta liðið í úrslitin í Vesturdeildinni, en meiðsli Tim Duncan og sú staðreynd að Denver er eitt heitasta liðið í deildinni á síðustu vikum, gera það að verkum að þetta gæti orðið mjög jafnt einvígi. Denver liðið olli miklum vonbrigðum framan af vetri, því miklar vonir voru bundnar við liðið eftir að það fékk til sín framherjann Kenyon Martin frá New Jersey Nets. Þetta slæma gengi varð til þess að þjálfari liðsins var rekinn og hinn reyndi þjálfari George Karl var ráðinn í staðinn. Árangurinn lét ekki á sér standa og liðið fór á kostum undir stjórn Karl, sem náði að binda liðið saman og hjálpaði til við að ná Carmelo Anthony úr þeirri lægð sem hann var í framan af vetri. Denver hefur á að skipa mjög sterku og hávöxnu liði, sem gæti átt eftir að valda San Antonio og Tim Duncan vandræðum. Þá er heimavöllur þeirra mjög sterkur og engum þykir gott að leika í þunna loftinu í Denver, sem stafar af því hve hátt borgin stendur yfir sjávarmáli. Ef lið Denver nær sér vel á strik og nær að keyra á sínu bestu mönnum, gætu þeir náð að koma á óvart gegn San Antonio. San Antonio Spurs eru með mjög óárennilegt lið sem hefur fáa veikleika og þeir hafa það fram yfir önnur lið að hafa unnið meistaratitilinn fyrir tveimur árum. Vörn liðsins er frábær og sóknarleikurinn mjög agaður. Ef Tim Duncan nær þokkalegri heilsu fljótlega, en hann segist sjálfur aðeins vera 70-80% klár í slaginn, verður liðið seint unnið og hefur alla burði til að fara alla leið. Fyrsti leikur liðanna er á sunnudagskvöld í San Antonio. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Sjá meira
Þetta einvígi er eitt af þeim áhugaverðari í fyrstu umferðinni í ár. San Antonio er af mörgum talið líklegasta liðið í úrslitin í Vesturdeildinni, en meiðsli Tim Duncan og sú staðreynd að Denver er eitt heitasta liðið í deildinni á síðustu vikum, gera það að verkum að þetta gæti orðið mjög jafnt einvígi. Denver liðið olli miklum vonbrigðum framan af vetri, því miklar vonir voru bundnar við liðið eftir að það fékk til sín framherjann Kenyon Martin frá New Jersey Nets. Þetta slæma gengi varð til þess að þjálfari liðsins var rekinn og hinn reyndi þjálfari George Karl var ráðinn í staðinn. Árangurinn lét ekki á sér standa og liðið fór á kostum undir stjórn Karl, sem náði að binda liðið saman og hjálpaði til við að ná Carmelo Anthony úr þeirri lægð sem hann var í framan af vetri. Denver hefur á að skipa mjög sterku og hávöxnu liði, sem gæti átt eftir að valda San Antonio og Tim Duncan vandræðum. Þá er heimavöllur þeirra mjög sterkur og engum þykir gott að leika í þunna loftinu í Denver, sem stafar af því hve hátt borgin stendur yfir sjávarmáli. Ef lið Denver nær sér vel á strik og nær að keyra á sínu bestu mönnum, gætu þeir náð að koma á óvart gegn San Antonio. San Antonio Spurs eru með mjög óárennilegt lið sem hefur fáa veikleika og þeir hafa það fram yfir önnur lið að hafa unnið meistaratitilinn fyrir tveimur árum. Vörn liðsins er frábær og sóknarleikurinn mjög agaður. Ef Tim Duncan nær þokkalegri heilsu fljótlega, en hann segist sjálfur aðeins vera 70-80% klár í slaginn, verður liðið seint unnið og hefur alla burði til að fara alla leið. Fyrsti leikur liðanna er á sunnudagskvöld í San Antonio.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Sjá meira