Förðun og frami að námi loknu 20. apríl 2005 00:01 "Ég er nýbúin að ljúka við að farða fyrir þættina Allt í drasli og svo starfa ég við Ávaxtakörfuna," segir Linda Jóhannsdóttir á meðan hún dregur fram penslasettið, en við nám í förðun skiptir öllu máli að eiga gott safn af penslum en grunnsett fylgir með náminu. "Ég hef fengið heilmörg skemmtileg tækifæri eftir að ég útskrifaðist meðal annars við auglýsingar, danssýningar og fleira," segir Linda og hún tekur fram að námið hafi gert hana fullfæra um að starfa við fagið. "Ég var mjög ánægð með námið og það var mun meira en ég reiknaði með," segir Linda og tekur til við að farða módel sem hefur komið sér fyrir í förðunarstólnum hjá henni. Eva Natalja Róbertsdóttir, sem einnig stendur við stólinn og farðar módelið, er enn í framhaldsnáminu en tekur undir orð Lindu. "Það sem ég kann einna best við skólann er hvað hann er persónulegur og að það sé hugsað um hvern og einn nemenda og okkur er leiðbeint sem einstaklingum en ekki hóp," segir Eva Natalja en Emm school of makeup er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á framhaldsnám í förðun á eftir grunnnámi og er þar leitast við að draga fram áhuga og hæfileika hvers og eins. Linda kinkar kolli og bætir við að það sé ekki bara verið að kenna þeim að farða heldur er þeim kennt inn á iðnaðinn og hvernig eigi að fylgjast með nýjustu tískustraumum. Stúlkurnar láta sig báðar dreyma um framhaldsnám en Lindu langar að verða stílisti á meðan Evu Natalju langar til að læra kvikmyndaförðun. "Námið í skólanum er heilmikið og mikið er um heimavinnu auk þess sem við vinnum lokaverkefni, en báðar höfum við lært mjög mikið og byggt góðan grunn fyrir frekari nám," segja þær stöllur og leggja lokahönd á að farða módelið af mikilli fagmennsku. Nám Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég er nýbúin að ljúka við að farða fyrir þættina Allt í drasli og svo starfa ég við Ávaxtakörfuna," segir Linda Jóhannsdóttir á meðan hún dregur fram penslasettið, en við nám í förðun skiptir öllu máli að eiga gott safn af penslum en grunnsett fylgir með náminu. "Ég hef fengið heilmörg skemmtileg tækifæri eftir að ég útskrifaðist meðal annars við auglýsingar, danssýningar og fleira," segir Linda og hún tekur fram að námið hafi gert hana fullfæra um að starfa við fagið. "Ég var mjög ánægð með námið og það var mun meira en ég reiknaði með," segir Linda og tekur til við að farða módel sem hefur komið sér fyrir í förðunarstólnum hjá henni. Eva Natalja Róbertsdóttir, sem einnig stendur við stólinn og farðar módelið, er enn í framhaldsnáminu en tekur undir orð Lindu. "Það sem ég kann einna best við skólann er hvað hann er persónulegur og að það sé hugsað um hvern og einn nemenda og okkur er leiðbeint sem einstaklingum en ekki hóp," segir Eva Natalja en Emm school of makeup er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á framhaldsnám í förðun á eftir grunnnámi og er þar leitast við að draga fram áhuga og hæfileika hvers og eins. Linda kinkar kolli og bætir við að það sé ekki bara verið að kenna þeim að farða heldur er þeim kennt inn á iðnaðinn og hvernig eigi að fylgjast með nýjustu tískustraumum. Stúlkurnar láta sig báðar dreyma um framhaldsnám en Lindu langar að verða stílisti á meðan Evu Natalju langar til að læra kvikmyndaförðun. "Námið í skólanum er heilmikið og mikið er um heimavinnu auk þess sem við vinnum lokaverkefni, en báðar höfum við lært mjög mikið og byggt góðan grunn fyrir frekari nám," segja þær stöllur og leggja lokahönd á að farða módelið af mikilli fagmennsku.
Nám Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira