Var yfirmaður rannsóknarréttar 19. apríl 2005 00:01 Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. Fréttamenn sem fylgst hafa með atburðum undanfarinna vikna í Róm segja að Joseph Ratzinger hafi verið nokkuð öruggur með sig þegar hann hélt til páfakjörsins. Þá minnti hann hina kardinálana 114 á að fylgja ekki guðlausum tískustraumum. „Við færumst í áttina að einræði afstæðishyggjunnar þar sem stoltið og girndin ráða öllu,“ á hann að hafa sagt. Benedikt sextándi er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sá fyrsti sem kemur frá Þýskalandi um hríð, eða frá því að Viktor annar var páfi á árunum 1055 til 1057. Alls hafa fimm Þjóðverjar gegnt embættinu á undan Ratzinger. Hann er fæddur 16. apríl 1927 í Bæjaralandi, var þar guðfræðiprófessor og erkibiskup í München áður en hann var kallaður til starfa í Páfagarði árið 1981. Þar tók hann við starfi yfirmanns söfnuðar trúarkenningarinnar en það er í raun arftaki rannsóknarréttarins illræmda. Þar var rétttrúnaðarkenningunni haldið á lofti. Ratzinger gengur undir ýmsum heldur neikvæðum nöfnum, rottweiler guðs og skriðdrekinn til að mynda. Hann var einn nánasti samverkamaður Jóhannesar Páls og eins konar varðhundur hans. Það var hlutverk Ratzingers að fylgja íhaldssamri stefnu páfa eftir. Hann er umdeildur vegna orða og skrifa í gegnum tíðina. Árið 2000 ritaði hann meðal annars að aðrar kristnar kirkjur væru ófullnægjandi en það vakti litla hrifningu meðal biskupakirkjufólks, lúterstrúarmanna og annarra mótmælenda. Hann hefur einnig lagst gegn því að Tyrkland fái inngöngu í Evrópusambandið og lagði til að bandarískum stjórnmálamönnum sem styddu rétt kvenna til fóstureyðinga yrði neitað um að ganga til altaris. Í fyrra fordæmdi hann svo það sem hann kallaði róttækan femínisma og sagði það hugmyndafræði sem græfi undan fjölskyldunni og brenglaði náttúrlegan mun á körlum og konum. Ratzinger var kjörinn eftir fjórðu umferð kosninga en fá fordæmi eru fyrir því að páfakjör gangi svo hratt fyrir sig. Píus tólfti var þó valinn eftir þriðju umferð árið 1939. Almennt er ekki búist við því að hann verði jafn lengi á páfastóli og Jóhannes Páll annar sem sat þar í 26 ár. Ratzinger, eða Benedikt, er raunar meðal elstu manna sem kjörnir hafa verið á páfastól, 78 ára gamall. Síðast var svo fullorðinn páfi kjörinn árið 1730, en það var Klementínus annar. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. Fréttamenn sem fylgst hafa með atburðum undanfarinna vikna í Róm segja að Joseph Ratzinger hafi verið nokkuð öruggur með sig þegar hann hélt til páfakjörsins. Þá minnti hann hina kardinálana 114 á að fylgja ekki guðlausum tískustraumum. „Við færumst í áttina að einræði afstæðishyggjunnar þar sem stoltið og girndin ráða öllu,“ á hann að hafa sagt. Benedikt sextándi er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sá fyrsti sem kemur frá Þýskalandi um hríð, eða frá því að Viktor annar var páfi á árunum 1055 til 1057. Alls hafa fimm Þjóðverjar gegnt embættinu á undan Ratzinger. Hann er fæddur 16. apríl 1927 í Bæjaralandi, var þar guðfræðiprófessor og erkibiskup í München áður en hann var kallaður til starfa í Páfagarði árið 1981. Þar tók hann við starfi yfirmanns söfnuðar trúarkenningarinnar en það er í raun arftaki rannsóknarréttarins illræmda. Þar var rétttrúnaðarkenningunni haldið á lofti. Ratzinger gengur undir ýmsum heldur neikvæðum nöfnum, rottweiler guðs og skriðdrekinn til að mynda. Hann var einn nánasti samverkamaður Jóhannesar Páls og eins konar varðhundur hans. Það var hlutverk Ratzingers að fylgja íhaldssamri stefnu páfa eftir. Hann er umdeildur vegna orða og skrifa í gegnum tíðina. Árið 2000 ritaði hann meðal annars að aðrar kristnar kirkjur væru ófullnægjandi en það vakti litla hrifningu meðal biskupakirkjufólks, lúterstrúarmanna og annarra mótmælenda. Hann hefur einnig lagst gegn því að Tyrkland fái inngöngu í Evrópusambandið og lagði til að bandarískum stjórnmálamönnum sem styddu rétt kvenna til fóstureyðinga yrði neitað um að ganga til altaris. Í fyrra fordæmdi hann svo það sem hann kallaði róttækan femínisma og sagði það hugmyndafræði sem græfi undan fjölskyldunni og brenglaði náttúrlegan mun á körlum og konum. Ratzinger var kjörinn eftir fjórðu umferð kosninga en fá fordæmi eru fyrir því að páfakjör gangi svo hratt fyrir sig. Píus tólfti var þó valinn eftir þriðju umferð árið 1939. Almennt er ekki búist við því að hann verði jafn lengi á páfastóli og Jóhannes Páll annar sem sat þar í 26 ár. Ratzinger, eða Benedikt, er raunar meðal elstu manna sem kjörnir hafa verið á páfastól, 78 ára gamall. Síðast var svo fullorðinn páfi kjörinn árið 1730, en það var Klementínus annar.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent