Bjartsýni á samstarf R-listans 18. apríl 2005 00:01 Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira