Hvíta reyksins beðið 18. apríl 2005 00:01 Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent