Færni vörubílstjóra fer batnandi 13. apríl 2005 00:01 "Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði." Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði."
Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira