Sinna hinum ósnertanlegu 13. apríl 2005 00:01 Þeir eru að ljúka fjórða ári í læknisfræði, ævintýramennirnir Dagur og Brynjólfur og hafa verið í verklegu námi í vetur. Nú fá þeir að treysta á kunnáttuna við framandi og frumstæðar aðstæður og eru greinilega fullir eftirvæntingar. "Við ætlum að vera á Indlandi í tæpa þrjá mánuði og munum einkum starfa á heilsugæsluustöð í héraðinu Andhra Pradesh þar sem einn læknir er fyrir. Líka fara út í héruðin í vitjanir, þar sem við kynnumst eflaust örbirgðinni. Svo verðum við á sjúkrahúsi í borginni Vijayawada. Þar hafa sérfræðingar lofað að taka á móti okkur og leyfa okkur fylgjast með aðgerðum og slíku, þannig að þetta verður mjög lærdómsríkt," segir Dagur. Brynjólfur tekur undir það og nefnir sjúkdóma eins og holdsveiki, eyðni og berkla sem algengir eru meðal innfæddra. "Það verður ýmislegt að glíma við sem við höfum ekki kynnst áður, að ekki sé minnst á tungumálaörðugleikana," segir hann og er þó hvergi banginn. Dalítar eru stundum nefndir "hinir ósnertanlegu" og eru algerlega réttlausir í landinu. "Efri stéttirnar líta svo á að ef þær eru snertar af Dalítum eða skuggi af Dalíta fellur á þær þá hafi þær óhreinkast. En þetta eru þeir sem þurfa mest á okkur að halda," segir Dagur brosandi. Piltarnir fara ekki einir, unnusta Dags, Auður Birna Stefánsdóttir mannfræðingur og Svana Rún Símonardóttir, félagsráðgjafi og vinkona Brynjólfs, fara líka. Þær munu fást við kennslu. "Það er skóli við hliðina á spítalanum. Þar er verið að kenna börnum sem foreldrar hafa orðið að selja í þrælkun en kirkjan er búin að kaupa úr ánauðinni. Það er nefnilega Hjálparstofnun kirkjunnar sem stendur á bak við þetta allt," segir Brynjólfur til skýringar. Aðspurðir segja þeir um algert sjálfboðaliðastarf vera að ræða af þeirra hálfu. "Við erum að leita eftir styrkjum fyrir farinu, láttu það endilega berast," segja þeir glaðlega að lokum. Nám Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Þeir eru að ljúka fjórða ári í læknisfræði, ævintýramennirnir Dagur og Brynjólfur og hafa verið í verklegu námi í vetur. Nú fá þeir að treysta á kunnáttuna við framandi og frumstæðar aðstæður og eru greinilega fullir eftirvæntingar. "Við ætlum að vera á Indlandi í tæpa þrjá mánuði og munum einkum starfa á heilsugæsluustöð í héraðinu Andhra Pradesh þar sem einn læknir er fyrir. Líka fara út í héruðin í vitjanir, þar sem við kynnumst eflaust örbirgðinni. Svo verðum við á sjúkrahúsi í borginni Vijayawada. Þar hafa sérfræðingar lofað að taka á móti okkur og leyfa okkur fylgjast með aðgerðum og slíku, þannig að þetta verður mjög lærdómsríkt," segir Dagur. Brynjólfur tekur undir það og nefnir sjúkdóma eins og holdsveiki, eyðni og berkla sem algengir eru meðal innfæddra. "Það verður ýmislegt að glíma við sem við höfum ekki kynnst áður, að ekki sé minnst á tungumálaörðugleikana," segir hann og er þó hvergi banginn. Dalítar eru stundum nefndir "hinir ósnertanlegu" og eru algerlega réttlausir í landinu. "Efri stéttirnar líta svo á að ef þær eru snertar af Dalítum eða skuggi af Dalíta fellur á þær þá hafi þær óhreinkast. En þetta eru þeir sem þurfa mest á okkur að halda," segir Dagur brosandi. Piltarnir fara ekki einir, unnusta Dags, Auður Birna Stefánsdóttir mannfræðingur og Svana Rún Símonardóttir, félagsráðgjafi og vinkona Brynjólfs, fara líka. Þær munu fást við kennslu. "Það er skóli við hliðina á spítalanum. Þar er verið að kenna börnum sem foreldrar hafa orðið að selja í þrælkun en kirkjan er búin að kaupa úr ánauðinni. Það er nefnilega Hjálparstofnun kirkjunnar sem stendur á bak við þetta allt," segir Brynjólfur til skýringar. Aðspurðir segja þeir um algert sjálfboðaliðastarf vera að ræða af þeirra hálfu. "Við erum að leita eftir styrkjum fyrir farinu, láttu það endilega berast," segja þeir glaðlega að lokum.
Nám Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira