Fram knúði fram oddaleik 13. október 2005 19:01 Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22. Íslenski handboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira