Fjölmennasta jarðarför sögunnar? 13. október 2005 19:01 Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira