Fjölmennasta jarðarför sögunnar? 13. október 2005 19:01 Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira