Áberandi gleraugu eða ósýnileg 7. apríl 2005 00:01 "Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira