Stelpur hrífast af skónum 7. apríl 2005 00:01 "Ég held ég verði að nefna skó sem eru alveg fáránlega flottir. Ég keypti þá reyndar hérlendis en ég hef ekki séð neinn í eins skóm. Það eru líka rosalega margir sem taka eftir þessum skóm og minnast á þá og spyrja hvar ég fékk þá. Þetta eru támjóir og skannahvítir skór -- næstum því stelpuskór. Enda eru allar stelpur rosalega hrifnar af þeim og mér finnst það frábært. Þegar ég er kominn í skærbleikan bol við þá er ég frekar "kúl"," segir Brynjar. Brynjar keypti skóna fyrir um mánuði síðan í Jack & Jones og er alltaf í þeim um helgar enda algjörir spariskór. "Ég spái mikið í föt og ég er algjört fatafrík. Ég kaupi mikið af fötum í hverjum mánuði. Ég vinn sem plötusnúður á Rex og Hverfisbarnum um helgar og það er mikið spurt um fötin mín. Ég er svo oft í einhverju sem aðrir eru ekki í -- eins og skjannahvítum jakka, með lakkrísbindi eða vínrauðum "pimp" jakka. Ég leik mér með föt. Það eru ekki margir sem þora að fara út á meðal fólks í fríkuðum fötum en þegar strákarnir sjá fötin á mér þá finnst þeim þau frekar flott. Sumum finnst þau líka eflaust mjög hallærisleg," segir Brynjar sem er samt enginn sérstakur skómaður. "Ég fíla flotta skó en ég á ekki heilt herbergi af skóm. Það er mjög sjaldgæft að ég finni skó sem ég slefa yfir en ég geri það svo sannarlega með þessa skó." Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Ég held ég verði að nefna skó sem eru alveg fáránlega flottir. Ég keypti þá reyndar hérlendis en ég hef ekki séð neinn í eins skóm. Það eru líka rosalega margir sem taka eftir þessum skóm og minnast á þá og spyrja hvar ég fékk þá. Þetta eru támjóir og skannahvítir skór -- næstum því stelpuskór. Enda eru allar stelpur rosalega hrifnar af þeim og mér finnst það frábært. Þegar ég er kominn í skærbleikan bol við þá er ég frekar "kúl"," segir Brynjar. Brynjar keypti skóna fyrir um mánuði síðan í Jack & Jones og er alltaf í þeim um helgar enda algjörir spariskór. "Ég spái mikið í föt og ég er algjört fatafrík. Ég kaupi mikið af fötum í hverjum mánuði. Ég vinn sem plötusnúður á Rex og Hverfisbarnum um helgar og það er mikið spurt um fötin mín. Ég er svo oft í einhverju sem aðrir eru ekki í -- eins og skjannahvítum jakka, með lakkrísbindi eða vínrauðum "pimp" jakka. Ég leik mér með föt. Það eru ekki margir sem þora að fara út á meðal fólks í fríkuðum fötum en þegar strákarnir sjá fötin á mér þá finnst þeim þau frekar flott. Sumum finnst þau líka eflaust mjög hallærisleg," segir Brynjar sem er samt enginn sérstakur skómaður. "Ég fíla flotta skó en ég á ekki heilt herbergi af skóm. Það er mjög sjaldgæft að ég finni skó sem ég slefa yfir en ég geri það svo sannarlega með þessa skó."
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira