Markaði djúp spor í frelsisbaráttu 3. apríl 2005 00:01 Þjóðarleiðtogar hafa vottað páfa virðingu sína og kaþólikkum hluttekningu sína, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Hann sendi í dag samúðarkveðju til Jóhannesar Gijsen, biskups kaþólskra á Íslandi, með þeirri ósk að hún yrði einnig færð til Páfagarðs. Þar segir m.a. að Jóhannes Páll páfi hafi markað djúp spor í baráttunni fyrir lýðræði og frelsi víða um heim. Samúðrakveðja forseta er svohljóðandi: „Ég votta kaþólsku kirkjunni einlæga samúð mína vegna andláts Jóhannesar Páls II páfa. Íslendingar varðveita kærar minningar um heimsókn Hans Heilagleika til Íslands og einstæða guðþjónustu sem fram fór á helgasta stað Íslands Þingvöllum þar sem Alþingi, elsta þjóðþing veraldar, var stofnað árið 930 og kristni var lögfest árið 1000. Jóhannes Páll varð fyrstur páfa til að heimsækja Ísland og þjóðin fagnaði honum innilega. Ég minnist líka einlægra viðræðna okkar í Páfagarði fyrir fáeinum árum þegar ég ásamt herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands bauð Hans Heilagleika að senda sérstaka fulltrúa til kristnihátíðar á Þingvöllum þegar Íslendingar minntust þess að þúsund ár voru frá kristnitöku. Í þeim samræðum kom skírt fram vinarhugur hans í garð Íslendinga. Jóhannes Páll II markaði djúp spor í baráttunni fyrir lýðræði og frelsi víða um heim og ferill hans mun verða talinn til merkustu tímabila í sögu kristninnar. Við andlát hans er þökk og samúð í hugum Íslendinga.“ Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Þjóðarleiðtogar hafa vottað páfa virðingu sína og kaþólikkum hluttekningu sína, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Hann sendi í dag samúðarkveðju til Jóhannesar Gijsen, biskups kaþólskra á Íslandi, með þeirri ósk að hún yrði einnig færð til Páfagarðs. Þar segir m.a. að Jóhannes Páll páfi hafi markað djúp spor í baráttunni fyrir lýðræði og frelsi víða um heim. Samúðrakveðja forseta er svohljóðandi: „Ég votta kaþólsku kirkjunni einlæga samúð mína vegna andláts Jóhannesar Páls II páfa. Íslendingar varðveita kærar minningar um heimsókn Hans Heilagleika til Íslands og einstæða guðþjónustu sem fram fór á helgasta stað Íslands Þingvöllum þar sem Alþingi, elsta þjóðþing veraldar, var stofnað árið 930 og kristni var lögfest árið 1000. Jóhannes Páll varð fyrstur páfa til að heimsækja Ísland og þjóðin fagnaði honum innilega. Ég minnist líka einlægra viðræðna okkar í Páfagarði fyrir fáeinum árum þegar ég ásamt herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands bauð Hans Heilagleika að senda sérstaka fulltrúa til kristnihátíðar á Þingvöllum þegar Íslendingar minntust þess að þúsund ár voru frá kristnitöku. Í þeim samræðum kom skírt fram vinarhugur hans í garð Íslendinga. Jóhannes Páll II markaði djúp spor í baráttunni fyrir lýðræði og frelsi víða um heim og ferill hans mun verða talinn til merkustu tímabila í sögu kristninnar. Við andlát hans er þökk og samúð í hugum Íslendinga.“
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira