Sökuðu stjórnarflokka um valdarán 1. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira