Erfiður dagur hjá Auðuni 1. apríl 2005 00:01 Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“ Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira