
Sport
Valsstúlkur með góða stöðu
Valsstúlkur eru með góða stöðu eftir fyrsta leik í 8-liða úrslitum DHL deildar kvenna í handknattleik. Valsstúlkur sigruðu FH Í Kaplakrika í kvöld með þriggja marka mun, 19-22 og leiða því einvígið 1-0. Katrín Andrésdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir voru atkvæðamestar hjá Val og skoruðu 5 mörk hvor, en maður leiksins var þó án efa markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir sem auk þess að verja 25 skot, skoraði tvö mörk. Hjá FH-ingum var Gunnur Sveinsdóttir atkvæðamest með 5 mörk.