Úrslitakeppni kvenna í kvöld

Úrslitakeppnin í DHL deild kvenna í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum taka heimamenn á móti Víkingi, en liðin enduðu í öðru og sjötta sæti í deildinni í vetur. Í Kaplakrika mætast svo FH og Valur í fyrsta leik sínum, en þessi lið enduðu í 4. og 5. sæti í deildinni. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.