Von á frekari stríðsátökum? 22. mars 2005 00:01 Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira