Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir 22. mars 2005 00:01 Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira