Skapandi samstarf 17. mars 2005 00:01 Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa fyrir löngu fest sig í sessi í hópi flottustu og ferskustu hönnuða tískuheimsins. Þetta ítalska par sem fyrir stuttu sleit sambúð sinni byrjaði ferilinn fyrir tuttugu árum en það var á Sikiley sem leiðir þeirra lágu saman og menning Sikileyjar hefur verið þeim innblástur alla tíð síðan. Gabbana hefur mjög listrænt og leikrænt auga á meðan smáatriðin og nákvæmni skipta öllu máli hjá Dolce. Sameining þessara ólíku póla hafa svo skapað frábæra samsuðu af kynþokkafullum, litríkum og spennandi fatnaði sem selst eins og heitar lummur um allan heim. Tvíeykið hefur séð um tónleikabúninga fyrir stórstjörnur á borð við Madonnu og Kylie Minoque og kvikmyndastjörnurnar á rauða dreglinu skarta iðulega fallegum flíkum frá D&G. Sem fyrr segir skildu leiðir þeirra Dolce og Gabbana í einkalífinu ekki alls fyrir löngu en þeir hyggjast halda samstarfinu áfram og ætla hvergi að slaka á í framleiðslu á hátískufatnaði fyrir heimsbyggðina. Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa fyrir löngu fest sig í sessi í hópi flottustu og ferskustu hönnuða tískuheimsins. Þetta ítalska par sem fyrir stuttu sleit sambúð sinni byrjaði ferilinn fyrir tuttugu árum en það var á Sikiley sem leiðir þeirra lágu saman og menning Sikileyjar hefur verið þeim innblástur alla tíð síðan. Gabbana hefur mjög listrænt og leikrænt auga á meðan smáatriðin og nákvæmni skipta öllu máli hjá Dolce. Sameining þessara ólíku póla hafa svo skapað frábæra samsuðu af kynþokkafullum, litríkum og spennandi fatnaði sem selst eins og heitar lummur um allan heim. Tvíeykið hefur séð um tónleikabúninga fyrir stórstjörnur á borð við Madonnu og Kylie Minoque og kvikmyndastjörnurnar á rauða dreglinu skarta iðulega fallegum flíkum frá D&G. Sem fyrr segir skildu leiðir þeirra Dolce og Gabbana í einkalífinu ekki alls fyrir löngu en þeir hyggjast halda samstarfinu áfram og ætla hvergi að slaka á í framleiðslu á hátískufatnaði fyrir heimsbyggðina.
Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira