Gallabuxnapils fást í ýmsum útfærslum og kosta á bilinu 3.000-12.000 kr. en það er einnig til önnur og mun ódýrari leið að verða sér úti um flott gallapils. Margir eiga gallabuxur sem dottnar eru út af uppáhaldslistanum og því er tilvalið að nota þær til að búa til nýja og ferska flík. Gallabuxur sem verða gallapils er alls ekki nýtt í tískubransanum og útfærsla hvers og eins á sínu pilsi gefir því persónulegan svip.
Klippa, tæta, klóra, lita, bæta, bródera. Gefið hugarfluginu lausan tauminn og útkoman verður æðisleg.

