Mikilvægt að greiðslan eldist vel 16. mars 2005 00:01 Þórdís segir flestar brúðir safna hári fyrir giftinguna og bendir á að það sé nauðsynlegt til að hægt sé að leika sér aðeins með hárið. "Greiðsla í síðu eða hálfsíðu hári eldist miklu betur og er brúðarlegri heldur en þegar verið er að lyfta stuttu hári upp," segir hún. Ekki telur hún hægt að tala um tísku í brúðargreiðslum enda eigi greiðslan að vera klassísk. "Hárgreiðslufólkið verður að vinna úr því sem er vinsælast á hverjum tíma en í þannig form að greiðslan sé sígild. Fólk verður að geta horft á brúðkaupsmyndina alla tíð án þess að andvarpa yfir hallærislegu hári," bendir hún á. Hún er beðin að lýsa stuttlega því sem vinsælast sé á þessu vori. "Þetta fer auðvitað eftir andlitsfalli og hári brúðarinnar en stórir liðir og hálfuppsett hár fer flestum vel," segir hún og heldur áfram: "Svo eru sumar brúðir með slör og aðrar ekki við giftinguna og oft verður að gera ráð fyrir að þær taki af sér slörið í veislunni án þess að greiðslan fari í vaskinn." Þórdís segir verð fyrir brúðargreiðslu vera um 7 til 8 þúsund og inni í því sé prufugreiðsla. "Það er mikilvægt að búið sé að ákveða fyrir fram hvernig hárið eigi að vera svo ekki þurfi að finna greiðsluna á stóra daginn," bendir hún á og að lokum er hún spurð hvernig skraut fari best í brúðarhári. "Mér finnst alltaf fallegt að nota einhver pínulítil blóm úr brúðarvendinum og búa til pínulitlar skreytingar úr rósablöðum með. En nett kóróna eða lítið perluskraut er líka vel við hæfi."Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Þórdís segir flestar brúðir safna hári fyrir giftinguna og bendir á að það sé nauðsynlegt til að hægt sé að leika sér aðeins með hárið. "Greiðsla í síðu eða hálfsíðu hári eldist miklu betur og er brúðarlegri heldur en þegar verið er að lyfta stuttu hári upp," segir hún. Ekki telur hún hægt að tala um tísku í brúðargreiðslum enda eigi greiðslan að vera klassísk. "Hárgreiðslufólkið verður að vinna úr því sem er vinsælast á hverjum tíma en í þannig form að greiðslan sé sígild. Fólk verður að geta horft á brúðkaupsmyndina alla tíð án þess að andvarpa yfir hallærislegu hári," bendir hún á. Hún er beðin að lýsa stuttlega því sem vinsælast sé á þessu vori. "Þetta fer auðvitað eftir andlitsfalli og hári brúðarinnar en stórir liðir og hálfuppsett hár fer flestum vel," segir hún og heldur áfram: "Svo eru sumar brúðir með slör og aðrar ekki við giftinguna og oft verður að gera ráð fyrir að þær taki af sér slörið í veislunni án þess að greiðslan fari í vaskinn." Þórdís segir verð fyrir brúðargreiðslu vera um 7 til 8 þúsund og inni í því sé prufugreiðsla. "Það er mikilvægt að búið sé að ákveða fyrir fram hvernig hárið eigi að vera svo ekki þurfi að finna greiðsluna á stóra daginn," bendir hún á og að lokum er hún spurð hvernig skraut fari best í brúðarhári. "Mér finnst alltaf fallegt að nota einhver pínulítil blóm úr brúðarvendinum og búa til pínulitlar skreytingar úr rósablöðum með. En nett kóróna eða lítið perluskraut er líka vel við hæfi."Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira