Utanríkisráðherra taki af skarið 15. mars 2005 00:01 Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Það kom fram hjá yfirmanni japanska innflytjendaeftirlitsins, þegar mál Fischers voru rædd í þingnefnd, að samkvæmt japönskum lögum skuli Fischer fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Engar undantekningar eigi við, en Fischer er skráður bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Fischers túlka niðurstöðuna þannig að ef hann fái íslenskan ríkisborgararétt verði hann sendur til Íslands. Guðmundur G. Þórarinsson, einn þeirra, segir að fái Fischer hann ekki sýnist honum nokkuð augljóst að hann verði sendur til Bandaríkjanna og muni ef til vill ljúka lífi sínu þar í fangelsi. Þann 5. apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik. Stuðningsmenn hans vonast til að allsherjarnefnd Alþingis mæli með að honum verði veittur ríkisborgararéttur fyrir þann tíma, ella sé spilið tapað. Guðmundur segist biðja til guðs að nefndin taki málið fyrir sem fyrst og afgreiði það á jákvæðan hátt. Næsti fundur allsherjarnefndar er á fimmtudag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndnarinnar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og sagði ekki liggja fyrir hvort málið yrði tekið upp aftur innan hennar. Guðrúnu Ögmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, finnst líklegt að nefndin afgreiði málið með öðrum umsóknum um ríkisborgararétt í vor. Það sé spurning hvort það verði þá of seint ef Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Þetta byggist því hugsanlega á því að utanríkisráðherra skerist í leikinn og allsherjarnefnd myndi hlýða kalli frá honum glöð og ánægð. Guðrún bendir á að áhöld séu um hvort íslenskur ríkisborgararéttur breyti nokkru fyrir Fischer. Hún segir það síðustu leiðina og ekki annað en það að ráðamenn skerist í leikinn með einhverjum viðræðum við Japana og hugsanlega Bandaríkjamenn. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins í dag. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Það kom fram hjá yfirmanni japanska innflytjendaeftirlitsins, þegar mál Fischers voru rædd í þingnefnd, að samkvæmt japönskum lögum skuli Fischer fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Engar undantekningar eigi við, en Fischer er skráður bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Fischers túlka niðurstöðuna þannig að ef hann fái íslenskan ríkisborgararétt verði hann sendur til Íslands. Guðmundur G. Þórarinsson, einn þeirra, segir að fái Fischer hann ekki sýnist honum nokkuð augljóst að hann verði sendur til Bandaríkjanna og muni ef til vill ljúka lífi sínu þar í fangelsi. Þann 5. apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik. Stuðningsmenn hans vonast til að allsherjarnefnd Alþingis mæli með að honum verði veittur ríkisborgararéttur fyrir þann tíma, ella sé spilið tapað. Guðmundur segist biðja til guðs að nefndin taki málið fyrir sem fyrst og afgreiði það á jákvæðan hátt. Næsti fundur allsherjarnefndar er á fimmtudag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndnarinnar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og sagði ekki liggja fyrir hvort málið yrði tekið upp aftur innan hennar. Guðrúnu Ögmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, finnst líklegt að nefndin afgreiði málið með öðrum umsóknum um ríkisborgararétt í vor. Það sé spurning hvort það verði þá of seint ef Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Þetta byggist því hugsanlega á því að utanríkisráðherra skerist í leikinn og allsherjarnefnd myndi hlýða kalli frá honum glöð og ánægð. Guðrún bendir á að áhöld séu um hvort íslenskur ríkisborgararéttur breyti nokkru fyrir Fischer. Hún segir það síðustu leiðina og ekki annað en það að ráðamenn skerist í leikinn með einhverjum viðræðum við Japana og hugsanlega Bandaríkjamenn. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins í dag.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira