Leita aftur ríkisborgararéttar 15. mars 2005 00:01 Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirmaður japanska innflytjendaeftirlitsins, Masaharu Miura, segir að Fischer verði einungis fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Þetta kom fram í yfirheyrslu þingnefndar japanska þingsins sem tók málið upp að beiðni eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði þetta vera samkvæmt japönskum lögum og að mál Fischers væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, er einn vina Fischers sem er nýkominn frá Japan til að reyna að hjálpa skákmeistaranum. Hann segir að samkvæmt þeim upplýsingum, sem stuðningsmenn Fischers hér á landi hafi eftir umræður á japanska þinginu og viðræður við stuðningsmenn Fischers í Japan, séu yfirlýsingar glettilega ákveðnar um að ef Fischer fái ríkisborgararétt komist hann til landsins. Japönsk lög segi að mann sem tekinn sé með ógilt vegabréf skuli senda til þess lands þar sem hann hafi ríkisborgarrétt. Aðspurður hvort þreifað hafi verið á málinu í kjölfar umræðu á japanska þinginu segir Guðmundur að reynt hafi verið að ræða málið við nefndarmenn í allsherjarnefnd Alþingis og þeir beðnir að taka málið upp aftur. Tíminn sé naumur en viðræður um þetta standi enn. Machimura, utanríkisráðherra Japans, vísar því á bug að ríkisstjórn Japans gangi erinda Bandaríkjastjórnar í málinu en þingmaðurinn sem óskaði eftir umræðunum lét í ljós þá skoðun sína í gær að meðferð japanskra stjórnvalda á Fischer gæti stefnt tilraunum Japans til að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í hættu. Lögfræðingur Fischers lýsti því yfir í síðustu viku að mál yrði höfðað á hendur japönskum stjórnvöldum ef Fischer yrði ekki fljótlega leystur úr haldi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirmaður japanska innflytjendaeftirlitsins, Masaharu Miura, segir að Fischer verði einungis fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Þetta kom fram í yfirheyrslu þingnefndar japanska þingsins sem tók málið upp að beiðni eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði þetta vera samkvæmt japönskum lögum og að mál Fischers væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, er einn vina Fischers sem er nýkominn frá Japan til að reyna að hjálpa skákmeistaranum. Hann segir að samkvæmt þeim upplýsingum, sem stuðningsmenn Fischers hér á landi hafi eftir umræður á japanska þinginu og viðræður við stuðningsmenn Fischers í Japan, séu yfirlýsingar glettilega ákveðnar um að ef Fischer fái ríkisborgararétt komist hann til landsins. Japönsk lög segi að mann sem tekinn sé með ógilt vegabréf skuli senda til þess lands þar sem hann hafi ríkisborgarrétt. Aðspurður hvort þreifað hafi verið á málinu í kjölfar umræðu á japanska þinginu segir Guðmundur að reynt hafi verið að ræða málið við nefndarmenn í allsherjarnefnd Alþingis og þeir beðnir að taka málið upp aftur. Tíminn sé naumur en viðræður um þetta standi enn. Machimura, utanríkisráðherra Japans, vísar því á bug að ríkisstjórn Japans gangi erinda Bandaríkjastjórnar í málinu en þingmaðurinn sem óskaði eftir umræðunum lét í ljós þá skoðun sína í gær að meðferð japanskra stjórnvalda á Fischer gæti stefnt tilraunum Japans til að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í hættu. Lögfræðingur Fischers lýsti því yfir í síðustu viku að mál yrði höfðað á hendur japönskum stjórnvöldum ef Fischer yrði ekki fljótlega leystur úr haldi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira