Mál Fischers inn á Japansþing 14. mars 2005 00:01 Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Stuðningsmenn Fischers hafa síðustu daga átt fundi með þingmönnum á japanska þinginu til að fá þá til liðs við sig í baráttunni við að fá hann leystan úr haldi og sendan til Íslands. Sú vinna hefur nú skilað árangri. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 munu þingmenn úr Lýðræðisflokknum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum, krefja stjórnarliða svara um mál Fischers á morgun í opnum fyrirspurnartíma þingnefndar sem fer með diplómatísk samskipti og varnarmál. Þar með er vonast til þess að mál hans komist á hreyfingu enda telja lögmenn Fischers engar lagaforsendur til að halda honum lengur. En á meðan málið vindur upp á sig á hinum póltíska vettvangi í Tókýó er Fischer aftur kominn í einangrun eftir að hafa lent í átökum við fangavörð. Þegar það gerðist var Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var í beinu símasambandi við Fischer sem var að segja honum frá því þegar hann braut gleraugu eins varðanna. Sæmundur segir að Fischer hafi sagst hafa stappað á gleraugunum viljandi og brotið þau. Þegar hér var komið sögu komu verðir og leiddu Fischer á brott. Sæmundur segir að Fischer hafi öskrað að verðirnir væru að taka hann og þá hafi sambandið slitnað. Hann sé í einangrun því Sæmundur hafi hvorki getað heimsótt hann í gær né í dag. Sæmundur segir að Fishcer losni ekki nema hann fái ríkisborgararétt fyrir 5. apríl þegar Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra hann fyrir skattsvik. Ef hann fái ríkisborgararéttinn eftir þann tíma sé hann hræddur um að Fischer verði sendur til Bandaríkjanna. Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Stuðningsmenn Fischers hafa síðustu daga átt fundi með þingmönnum á japanska þinginu til að fá þá til liðs við sig í baráttunni við að fá hann leystan úr haldi og sendan til Íslands. Sú vinna hefur nú skilað árangri. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 munu þingmenn úr Lýðræðisflokknum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum, krefja stjórnarliða svara um mál Fischers á morgun í opnum fyrirspurnartíma þingnefndar sem fer með diplómatísk samskipti og varnarmál. Þar með er vonast til þess að mál hans komist á hreyfingu enda telja lögmenn Fischers engar lagaforsendur til að halda honum lengur. En á meðan málið vindur upp á sig á hinum póltíska vettvangi í Tókýó er Fischer aftur kominn í einangrun eftir að hafa lent í átökum við fangavörð. Þegar það gerðist var Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var í beinu símasambandi við Fischer sem var að segja honum frá því þegar hann braut gleraugu eins varðanna. Sæmundur segir að Fischer hafi sagst hafa stappað á gleraugunum viljandi og brotið þau. Þegar hér var komið sögu komu verðir og leiddu Fischer á brott. Sæmundur segir að Fischer hafi öskrað að verðirnir væru að taka hann og þá hafi sambandið slitnað. Hann sé í einangrun því Sæmundur hafi hvorki getað heimsótt hann í gær né í dag. Sæmundur segir að Fishcer losni ekki nema hann fái ríkisborgararétt fyrir 5. apríl þegar Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra hann fyrir skattsvik. Ef hann fái ríkisborgararéttinn eftir þann tíma sé hann hræddur um að Fischer verði sendur til Bandaríkjanna.
Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira