Mál Fischers inn á Japansþing 14. mars 2005 00:01 Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Stuðningsmenn Fischers hafa síðustu daga átt fundi með þingmönnum á japanska þinginu til að fá þá til liðs við sig í baráttunni við að fá hann leystan úr haldi og sendan til Íslands. Sú vinna hefur nú skilað árangri. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 munu þingmenn úr Lýðræðisflokknum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum, krefja stjórnarliða svara um mál Fischers á morgun í opnum fyrirspurnartíma þingnefndar sem fer með diplómatísk samskipti og varnarmál. Þar með er vonast til þess að mál hans komist á hreyfingu enda telja lögmenn Fischers engar lagaforsendur til að halda honum lengur. En á meðan málið vindur upp á sig á hinum póltíska vettvangi í Tókýó er Fischer aftur kominn í einangrun eftir að hafa lent í átökum við fangavörð. Þegar það gerðist var Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var í beinu símasambandi við Fischer sem var að segja honum frá því þegar hann braut gleraugu eins varðanna. Sæmundur segir að Fischer hafi sagst hafa stappað á gleraugunum viljandi og brotið þau. Þegar hér var komið sögu komu verðir og leiddu Fischer á brott. Sæmundur segir að Fischer hafi öskrað að verðirnir væru að taka hann og þá hafi sambandið slitnað. Hann sé í einangrun því Sæmundur hafi hvorki getað heimsótt hann í gær né í dag. Sæmundur segir að Fishcer losni ekki nema hann fái ríkisborgararétt fyrir 5. apríl þegar Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra hann fyrir skattsvik. Ef hann fái ríkisborgararéttinn eftir þann tíma sé hann hræddur um að Fischer verði sendur til Bandaríkjanna. Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð. Stuðningsmenn Fischers hafa síðustu daga átt fundi með þingmönnum á japanska þinginu til að fá þá til liðs við sig í baráttunni við að fá hann leystan úr haldi og sendan til Íslands. Sú vinna hefur nú skilað árangri. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 munu þingmenn úr Lýðræðisflokknum, stærsta stjórnarandstöðuflokknum, krefja stjórnarliða svara um mál Fischers á morgun í opnum fyrirspurnartíma þingnefndar sem fer með diplómatísk samskipti og varnarmál. Þar með er vonast til þess að mál hans komist á hreyfingu enda telja lögmenn Fischers engar lagaforsendur til að halda honum lengur. En á meðan málið vindur upp á sig á hinum póltíska vettvangi í Tókýó er Fischer aftur kominn í einangrun eftir að hafa lent í átökum við fangavörð. Þegar það gerðist var Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var í beinu símasambandi við Fischer sem var að segja honum frá því þegar hann braut gleraugu eins varðanna. Sæmundur segir að Fischer hafi sagst hafa stappað á gleraugunum viljandi og brotið þau. Þegar hér var komið sögu komu verðir og leiddu Fischer á brott. Sæmundur segir að Fischer hafi öskrað að verðirnir væru að taka hann og þá hafi sambandið slitnað. Hann sé í einangrun því Sæmundur hafi hvorki getað heimsótt hann í gær né í dag. Sæmundur segir að Fishcer losni ekki nema hann fái ríkisborgararétt fyrir 5. apríl þegar Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra hann fyrir skattsvik. Ef hann fái ríkisborgararéttinn eftir þann tíma sé hann hræddur um að Fischer verði sendur til Bandaríkjanna.
Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira