Engin lausn í fréttastjóramáli 14. mars 2005 00:01 Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. Formaður Félags fréttamanna, Jón Gunnar Grétarsson, og Broddi Broddason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fóru á fund Markúsar Arnar Antonssonar klukkan tíu í morgun til að ræða þær kröfur fréttamanna að útvarpsstjóri endurskoðiði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Jón Gunnar segir að tilefni fundarins hafi verið að óska eftir niðurstöðu og rökum fyrir ákvörðun útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Óskað hafi verið eftir fundinum fyrir helgi og af honum hafi orðið morgun. Rætt hafi verið ítarlega á fundinum um ráðningarferlið, ákvörðun útvarpsstjóra, sem hann hafi gert grein fyrir sjálfur, og niðurstöðu Félags fréttamanna. Jón Gunnar segist hvorki ganga sáttur né ósáttur af fundinum en gott sé að menn ræðist við og geri ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum. Málinu sé hins vegar ekki lokið. Aðspurður hvort hann bindi enn þá vonir við að útvarpsstjóri afturkalli ákvörðun sína að ráð Auðun Georg fréttastjóra segir Jón Gunnar að það sé einlæg ósk Félags fréttamanna. Að sjálfsögðu verði hann að bera þá von í brjósti að það komi sú niðurstaða úr þessu þar sem allir verði sáttir og komi uppistandandi út úr þessu. Ekki sé skemmtilegt að lenda í því að vera með fjölmargt óánægt starfsfólk annars vegar og óánægðan útvarpsstjóra hins vegar. Spurður hver næstu skref fréttamanna verði segir Jón Gunnar að stjórn Félags fréttamanna hafi rætt málið lauslega og þá sé félagsfundur í kvöld þar sem nýr kjarasamningur við ríkið verði kynntur. Hann geri ráð fyrir að ráðningarmálin verði einnig rædd á þeim fundi. Ákveðin biðstaða sé þó komin í málið því Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs sem metið hafi umsækjendur, sé í útlöndum og þá sé útvarpsstjóri að fara utan í vikunni á fund. Menn vegi því og meti stöðuna í málinu og hvað gerist næst. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. Formaður Félags fréttamanna, Jón Gunnar Grétarsson, og Broddi Broddason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fóru á fund Markúsar Arnar Antonssonar klukkan tíu í morgun til að ræða þær kröfur fréttamanna að útvarpsstjóri endurskoðiði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Jón Gunnar segir að tilefni fundarins hafi verið að óska eftir niðurstöðu og rökum fyrir ákvörðun útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Óskað hafi verið eftir fundinum fyrir helgi og af honum hafi orðið morgun. Rætt hafi verið ítarlega á fundinum um ráðningarferlið, ákvörðun útvarpsstjóra, sem hann hafi gert grein fyrir sjálfur, og niðurstöðu Félags fréttamanna. Jón Gunnar segist hvorki ganga sáttur né ósáttur af fundinum en gott sé að menn ræðist við og geri ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum. Málinu sé hins vegar ekki lokið. Aðspurður hvort hann bindi enn þá vonir við að útvarpsstjóri afturkalli ákvörðun sína að ráð Auðun Georg fréttastjóra segir Jón Gunnar að það sé einlæg ósk Félags fréttamanna. Að sjálfsögðu verði hann að bera þá von í brjósti að það komi sú niðurstaða úr þessu þar sem allir verði sáttir og komi uppistandandi út úr þessu. Ekki sé skemmtilegt að lenda í því að vera með fjölmargt óánægt starfsfólk annars vegar og óánægðan útvarpsstjóra hins vegar. Spurður hver næstu skref fréttamanna verði segir Jón Gunnar að stjórn Félags fréttamanna hafi rætt málið lauslega og þá sé félagsfundur í kvöld þar sem nýr kjarasamningur við ríkið verði kynntur. Hann geri ráð fyrir að ráðningarmálin verði einnig rædd á þeim fundi. Ákveðin biðstaða sé þó komin í málið því Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs sem metið hafi umsækjendur, sé í útlöndum og þá sé útvarpsstjóri að fara utan í vikunni á fund. Menn vegi því og meti stöðuna í málinu og hvað gerist næst.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira