Þrjú þýsk lið í undanúrslit 13. mars 2005 00:01 Það gekk betur hjá þýsku handboltaliðunum í EHF-bikarnum heldur en í meistaradeildinni um helgina því á meðan öll þýsku liðin þrjú duttu út úr átta liða úrslitum meistaradeildarinnar komu þrjú áfram í undanúrslit EHF-bikarsins. Lemgo, Flensburg og Kiel sátu öll eftir með sárt ennið í meistaradeildinni en Magdeburg, Lemgo og Gummersbach komust öll inn í undanúrslit EHF-keppninnar en auk þeirra er rússneska liðið Lukoil-Dynamo Astrakhan í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin í vikunni. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk og var markahæstur þegar Essen vann níu marka sigur á spænska liðinu Granollers, 34-25, og tryggði sér örugglega sæti í undanúrslitunum en þangað komst líka Gummersbach eftir níu marka sigur á ungverska liðinu Dunaferr SE, 30-21. Essen náði jafntefli í fyrri leiknum á Spáni og var því í mjög góðum málum en Guðjón Valur og félagar gerðu gott betur en það og unnu mjög góðan sigur. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg léku sér að Degi Sigurðssyni og félögum í austurríska liðinu Bregenz HB í seinni leik liðanna og unnu 16 marka sigur, 41-25, en Magdeburg hafði unnið tveggja marka sigur í Austurríki um síðustu helgi. Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Magdeburg en Pólverjinn Karol Bielecki var markahæstur í liðinu með 9 mörk. Magdeburg-liðið skoraði 20 mörk í fyrri hálfleik og verður að teljast mjög sigurstranglegt í keppninni en liðið er nú í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en hin liðin tvö sem tryggðu sér áfram eru í 6. (Essen) og 8. sæti (Gummersbach). Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
Það gekk betur hjá þýsku handboltaliðunum í EHF-bikarnum heldur en í meistaradeildinni um helgina því á meðan öll þýsku liðin þrjú duttu út úr átta liða úrslitum meistaradeildarinnar komu þrjú áfram í undanúrslit EHF-bikarsins. Lemgo, Flensburg og Kiel sátu öll eftir með sárt ennið í meistaradeildinni en Magdeburg, Lemgo og Gummersbach komust öll inn í undanúrslit EHF-keppninnar en auk þeirra er rússneska liðið Lukoil-Dynamo Astrakhan í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin í vikunni. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk og var markahæstur þegar Essen vann níu marka sigur á spænska liðinu Granollers, 34-25, og tryggði sér örugglega sæti í undanúrslitunum en þangað komst líka Gummersbach eftir níu marka sigur á ungverska liðinu Dunaferr SE, 30-21. Essen náði jafntefli í fyrri leiknum á Spáni og var því í mjög góðum málum en Guðjón Valur og félagar gerðu gott betur en það og unnu mjög góðan sigur. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg léku sér að Degi Sigurðssyni og félögum í austurríska liðinu Bregenz HB í seinni leik liðanna og unnu 16 marka sigur, 41-25, en Magdeburg hafði unnið tveggja marka sigur í Austurríki um síðustu helgi. Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Magdeburg en Pólverjinn Karol Bielecki var markahæstur í liðinu með 9 mörk. Magdeburg-liðið skoraði 20 mörk í fyrri hálfleik og verður að teljast mjög sigurstranglegt í keppninni en liðið er nú í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en hin liðin tvö sem tryggðu sér áfram eru í 6. (Essen) og 8. sæti (Gummersbach).
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira