Hafísinn hamlaði skipaumferð 13. mars 2005 00:01 "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
"Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira