Ráðningin rædd í útvarpspredikun 13. mars 2005 00:01 Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira