Ólafur og félagar komust áfram 13. október 2005 18:54 Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona. Íslenski handboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira