Ólafur og félagar komust áfram 13. október 2005 18:54 Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona. Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira
Ólafur Stefánsson og félagar hjá Ciudad Real komust í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta þegar liðið sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi á útivelli, 33-34. Það fór ekki eins vel hjá Loga Geirssyni hjá Lemgo því hans lið tapaði með 5 marka mun fyrir Celje Lasko 35-30. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 33-29 og ljóst að Lemgo sá aldrei til sólar í leiknum. Ólafur átti mjög góðan leik með Ciudad Real í gær og skoraði alls 6 mörk, öll í fyrri hálfleik, og komu fjögur þeirra úr vítum. Taktík Ólafs í vítunum var oftast keimlík þeirri sem hann notaði óspart á HM í Túnis þar sem hann „vippaði" yfir markmenn andstæðingana og gerði hann hreinlega lítið úr markmönnum Vészprem á köflum í gær. Ólafur og spænska stórskyttan Alberto Entrerrios voru allt í öllu í sóknarleik Spánarmeistaranna framan af leik og réðu leikmenn Vezsprém ekkert við þá. Ciudad, sem vann fyrri leikinn með sjö mörkum, hafði ávallt frumkvæðið í leiknum og hleypti ungverska liðinu aldrei nálægt sér. Staðan í hálfleik var 20-17, Ciudad í vil, en Ólafur lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik þegar minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig. Þegar upp var staðið hafði Ciudad skorað 34 mörk gegn 33 mörkum heimamanna og sannfærandi sigur því staðreynd. Javier Hombrados í markinu var maður leiksins en hann fór hreinlega á kostum og varði hátt í 30 skot. Logi skoraði 1 mark úr víti fyrir Lemgo í leiknum gegn Celje en þetta slóvenska lið er núverandi Evrópumeistari og gríðarlega erfitt heim að sækja. Með hliðsjón af meiðslavandræðunum sem Lemgo á við að stríða um þessar mundir var eiginlega óraunhæft að liðið kæmist áfram og sú varð einmitt raunin. Barcelona komst einnig áfram með sex marka sigri á Kiel. Þýska liðið vann fyrri leikinn með fimm mörkum svo að það mátti alls ekki tæpara standa hjá Barcelona.
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira