RÚV: Lausn ekki í sjónmáli 11. mars 2005 00:01 Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira