Segja ráðningu ekki pólitíska 10. mars 2005 00:01 Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á það á Alþingi í dag að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra Útvarps. Sögðu þeir stjórnarflokkana hafi misnotað vald sitt í útvarpsráði, pólitísku valdi hefði verið misbeitt og litið fram hjá reynslu og hæfni annarra umsækjenda. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði öllu vikið til hliðar fyrir sérhagsmuni flokksgæðinganna og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að flokksskíteini í Sjálfstæðisflokknum væri nánast skilyrði fyrir ráðningu í yfirmannsstöðu á RÚV en Framsóknarflokkurinn ætti manninn í stöðu fréttastjóra útvarps. Auðun hefur hins vegar aldrei verið skráður í Framsóknarflokkinn eða nokkurn annan flokk og ekki tekið þátt í starfi hans. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þær dylgjur sem hafðar hefðu verið frammi um meint pólitísk tengsl nýráðins fréttastjóra hefðu ekki verið studdar með neinum rökum. Það væri bara fullyrt og fullyrt en engin tilraun gerð til þess að renna stoðum undir þær fullyrðingar. Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og varamaður í útvarpsráði, greiddi atkvæði í ráðinu með Auðuni. Hann rökstyður það á fréttasíðu Framsóknarflokksins og segir að Auðun Georg einfaldlega hæfasta umsækjandanna bæði vegna menntunar og reynslu af fjölmiðlum og stjórnunarstörfum. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á það á Alþingi í dag að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra Útvarps. Sögðu þeir stjórnarflokkana hafi misnotað vald sitt í útvarpsráði, pólitísku valdi hefði verið misbeitt og litið fram hjá reynslu og hæfni annarra umsækjenda. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði öllu vikið til hliðar fyrir sérhagsmuni flokksgæðinganna og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að flokksskíteini í Sjálfstæðisflokknum væri nánast skilyrði fyrir ráðningu í yfirmannsstöðu á RÚV en Framsóknarflokkurinn ætti manninn í stöðu fréttastjóra útvarps. Auðun hefur hins vegar aldrei verið skráður í Framsóknarflokkinn eða nokkurn annan flokk og ekki tekið þátt í starfi hans. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þær dylgjur sem hafðar hefðu verið frammi um meint pólitísk tengsl nýráðins fréttastjóra hefðu ekki verið studdar með neinum rökum. Það væri bara fullyrt og fullyrt en engin tilraun gerð til þess að renna stoðum undir þær fullyrðingar. Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og varamaður í útvarpsráði, greiddi atkvæði í ráðinu með Auðuni. Hann rökstyður það á fréttasíðu Framsóknarflokksins og segir að Auðun Georg einfaldlega hæfasta umsækjandanna bæði vegna menntunar og reynslu af fjölmiðlum og stjórnunarstörfum.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira