Fréttamenn íhuga að segja upp 10. mars 2005 00:01 Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira