Frægt armband 10. mars 2005 00:01 "Ég á svo rosalega marga uppáhaldshluti en númer 1, 2 og 3 er 140 gramma armbandsklumpur úr Sterlingsilfri. Það var búningahönnuður sem keypti armbandið fyrir mig í London en mig var búið að langa í það lengi. Það er rosalega þykkt og massívt og það eru mjög fáir á Íslandi sem eiga eins armband. Þetta er mjög sérstakt og frægt armband. Þetta er sama armbandið og var í myndinni Vildspor en Simon Staho var með það þar. Ég sá um hárið í myndinni og lánaði armbandið þannig að það hefur svo sannarlega komið víða við," segir Ásgeir. "Annað sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er skyrta sem fatahönnuðurinn og búningahönnuðurinn Filippía Elísdóttir gaf mér. Skyrtan er öll út í sæðisfrumum frá John Richman. Við köllum hana sæðisfrumuskyrtuna. Síðan er ein silfurtala efst og þar stendur "sex"," segir Ásgeir sem finnst ekki leiðinlegt að spá í tískuna. "Ég er náttúrlega að garfa mikið í tísku. Ég get samt ekki sagt að ég eigi einhverja uppáhaldsbúð hér á Íslandi og ef ég mætti ráða þá myndi ég opna mína eigin búð. Ég finn svo sjaldan eitthvað sem mig langar í hérlendis og flest fötin mín hef ég keypt erlendis. Það er líka svo gaman bæði með skyrtuna og armbandið að þetta eru hvort tveggja sérstakir hlutir sem ekki margir eiga. Ég held að ég sé eini sem á svona skyrtu á Íslandi." Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég á svo rosalega marga uppáhaldshluti en númer 1, 2 og 3 er 140 gramma armbandsklumpur úr Sterlingsilfri. Það var búningahönnuður sem keypti armbandið fyrir mig í London en mig var búið að langa í það lengi. Það er rosalega þykkt og massívt og það eru mjög fáir á Íslandi sem eiga eins armband. Þetta er mjög sérstakt og frægt armband. Þetta er sama armbandið og var í myndinni Vildspor en Simon Staho var með það þar. Ég sá um hárið í myndinni og lánaði armbandið þannig að það hefur svo sannarlega komið víða við," segir Ásgeir. "Annað sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er skyrta sem fatahönnuðurinn og búningahönnuðurinn Filippía Elísdóttir gaf mér. Skyrtan er öll út í sæðisfrumum frá John Richman. Við köllum hana sæðisfrumuskyrtuna. Síðan er ein silfurtala efst og þar stendur "sex"," segir Ásgeir sem finnst ekki leiðinlegt að spá í tískuna. "Ég er náttúrlega að garfa mikið í tísku. Ég get samt ekki sagt að ég eigi einhverja uppáhaldsbúð hér á Íslandi og ef ég mætti ráða þá myndi ég opna mína eigin búð. Ég finn svo sjaldan eitthvað sem mig langar í hérlendis og flest fötin mín hef ég keypt erlendis. Það er líka svo gaman bæði með skyrtuna og armbandið að þetta eru hvort tveggja sérstakir hlutir sem ekki margir eiga. Ég held að ég sé eini sem á svona skyrtu á Íslandi."
Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira