Rök útvarpsráðs eru fyrirsláttur 9. mars 2005 00:01 Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira