Myndvinnsla og veðurfræði 8. mars 2005 00:01 "Við einbeitum okkur að kennslu í þremur námsgreinum, klippingum á vídeóspólum, myndvinnslu og veðurfræði. Auk þess bjóðum við eldri borgurum upp á námskeið í grunnatriðum tölvunotkunar," segir Ólafur Kristjánsson, kennari við Fjarkennsluna. (Hann hefur viðurnefnið Óli tölva svo eitthvað hlýtur hann að kunna fyrir sér!) Fjarkennslan er til húsa að Lyngási 18 í Garðabæ og hefur hingað til eingöngu verið með sölu á kennsluefni í geisladiskaformi en stutt námskeið á staðnum eru nýtilkomin. Óli lýsir þeim nánar. "Klippinámskeiðið er fyrir fólk sem langar að taka til á spólunum sínum sem hafa hlaðist upp í skápunum. Klippa og stytta efnið þannig að það verði hnitmiðaðra og þægilegra og setja það síðan á DVD disk. Þetta er hægt að gera með litlum tilkostnaði. Síðan er það myndvinnsla. Þar erum við að kenna fólki á stafrænu myndavélarnar sínar, hvernig myndirnar eru teknar úr vélinni, lagaðar til og geymdar. Við kennum á forritið Photoshop Elements sem er þægileg heimilisútgáfa af myndvinnsluforriti. Þriðja námskeiðið er veðurnámskeið og slíkt hefur aldrei verið sett upp áður hér á landi. Það eru nokkrir öflugir veðurvefir til sem "Siggi stormur" ætlar að kenna fólki á. Maður þarf ekkert að vera snillingur á tölvu til að fara á þetta námskeið. Skilyrði er að hafa aðgang að netinu og hafa áhuga á veðrinu - og hver hefur það ekki? Síðan erum við með námskeið fyrir eldri borgara sem langar að komast inn á netið, senda barnabörnunum póst og gera svona þessa einföldustu hluti." Þar með slepptum við Óla úr símanum en þeir sem vilja vita meira geta hringt í síma 511 4510 eða farið inn á síðuna www.fjarkennsla.is. Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við einbeitum okkur að kennslu í þremur námsgreinum, klippingum á vídeóspólum, myndvinnslu og veðurfræði. Auk þess bjóðum við eldri borgurum upp á námskeið í grunnatriðum tölvunotkunar," segir Ólafur Kristjánsson, kennari við Fjarkennsluna. (Hann hefur viðurnefnið Óli tölva svo eitthvað hlýtur hann að kunna fyrir sér!) Fjarkennslan er til húsa að Lyngási 18 í Garðabæ og hefur hingað til eingöngu verið með sölu á kennsluefni í geisladiskaformi en stutt námskeið á staðnum eru nýtilkomin. Óli lýsir þeim nánar. "Klippinámskeiðið er fyrir fólk sem langar að taka til á spólunum sínum sem hafa hlaðist upp í skápunum. Klippa og stytta efnið þannig að það verði hnitmiðaðra og þægilegra og setja það síðan á DVD disk. Þetta er hægt að gera með litlum tilkostnaði. Síðan er það myndvinnsla. Þar erum við að kenna fólki á stafrænu myndavélarnar sínar, hvernig myndirnar eru teknar úr vélinni, lagaðar til og geymdar. Við kennum á forritið Photoshop Elements sem er þægileg heimilisútgáfa af myndvinnsluforriti. Þriðja námskeiðið er veðurnámskeið og slíkt hefur aldrei verið sett upp áður hér á landi. Það eru nokkrir öflugir veðurvefir til sem "Siggi stormur" ætlar að kenna fólki á. Maður þarf ekkert að vera snillingur á tölvu til að fara á þetta námskeið. Skilyrði er að hafa aðgang að netinu og hafa áhuga á veðrinu - og hver hefur það ekki? Síðan erum við með námskeið fyrir eldri borgara sem langar að komast inn á netið, senda barnabörnunum póst og gera svona þessa einföldustu hluti." Þar með slepptum við Óla úr símanum en þeir sem vilja vita meira geta hringt í síma 511 4510 eða farið inn á síðuna www.fjarkennsla.is.
Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira