Söngur og sveifla alla helgina 8. mars 2005 00:01 Fólk sem hefur lengi dreymt um að sleppa sér í gospelsöng getur nú látið drauminn rætast því Óskar Einarsson píanóleikari efnir til opins námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju um helgina þar sem sveiflan verður í algleymingi. Þetta er fyrsta opna námskeiðið í gospelsöng sem haldið er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en Óskar hefur tvisvar haldið slík námskeið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíðinni og verið með minni námskeið um land allt fyrir fólk tengt kirkjukórum og tónlistarlífi í sinni sveit. Námskeiðið hefst á föstudagskvöld og endar með tónleikum við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan tvö á sunnudag. "Það eru engin inntökuskilyrði," segir Óskar. "Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri, nema hvað börn undir 11 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Við leggjum áherslu á að hafa líf og fjör á námskeiðinu, klöppum, stöppum og hreyfum okkur í takt við tónlistina og gerum þetta að alvöru sveiflu." Óskar segir að allir geti sungið gospel, galdurinn sé að nálgast tónlistina rétt og hafa rétta viðhorfið. "Þetta er popptónlist í víðasta skilningi þess orðs og aðalatriðið er að nálgast tónlistina í gleði. Gleðin og góða skapið er í rauninni það eina sem fólk þarf að taka með sér á námskeiðið, við gerum engar kröfur um sérstaka sönghæfileika eða nótnalestur. Óskar kennir þátttakendum milli 12 og 15 lög sem verða æfð um helgina og síðan flutt við messu á sunnudag. Námskeiðið er sem fyrr segir á vegum Miðstöð símenntunar Hafnarfjarðar og í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju sem leggur til húsnæðið. Þátttökugjald er 5.500 krónur, en nánari upplýsingar fást hjá Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði. Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Fólk sem hefur lengi dreymt um að sleppa sér í gospelsöng getur nú látið drauminn rætast því Óskar Einarsson píanóleikari efnir til opins námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju um helgina þar sem sveiflan verður í algleymingi. Þetta er fyrsta opna námskeiðið í gospelsöng sem haldið er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en Óskar hefur tvisvar haldið slík námskeið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíðinni og verið með minni námskeið um land allt fyrir fólk tengt kirkjukórum og tónlistarlífi í sinni sveit. Námskeiðið hefst á föstudagskvöld og endar með tónleikum við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan tvö á sunnudag. "Það eru engin inntökuskilyrði," segir Óskar. "Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri, nema hvað börn undir 11 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Við leggjum áherslu á að hafa líf og fjör á námskeiðinu, klöppum, stöppum og hreyfum okkur í takt við tónlistina og gerum þetta að alvöru sveiflu." Óskar segir að allir geti sungið gospel, galdurinn sé að nálgast tónlistina rétt og hafa rétta viðhorfið. "Þetta er popptónlist í víðasta skilningi þess orðs og aðalatriðið er að nálgast tónlistina í gleði. Gleðin og góða skapið er í rauninni það eina sem fólk þarf að taka með sér á námskeiðið, við gerum engar kröfur um sérstaka sönghæfileika eða nótnalestur. Óskar kennir þátttakendum milli 12 og 15 lög sem verða æfð um helgina og síðan flutt við messu á sunnudag. Námskeiðið er sem fyrr segir á vegum Miðstöð símenntunar Hafnarfjarðar og í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju sem leggur til húsnæðið. Þátttökugjald er 5.500 krónur, en nánari upplýsingar fást hjá Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði.
Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira