Fischer: Yfirvöldum verður stefnt 8. mars 2005 00:01 Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fór í japanska dómsmálaráðuneytið í morgun og bað um fund með fulltrúum þess þar sem þess verður krafist að skákmeistaranum verði sleppt lausum úr innflytjendabúðunum þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Hún vonast eftir formlegu svari ráðuneytisins á morgun. Suzuki fékk vegabréf Fischers í hendur í gær og gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus ekki seinna en á morgun, 9. mars, á 62 ára afmælisdegi hans. Ekki er hins vegar útlit fyrir að það verði að veruleika ef marka má upplýsingar sem bárust í morgun frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Reuters-fréttastofan hefur það eftir fulltrúa ráðuneytisins að enn sé langt í að Fischer verði leystur úr haldi. Fulltrúinn segir að þrátt fyrir íslenskt vegabréf hafi engar breytingar orðið á á aðstæðum Fischers og að skilyrði fyrir brottför hans frá Japan séu því enn ekki til staðar. John Bosnitch, helsti stuðningsmaður Fischers í Japan, segir að nú sé nóg komið. Verði Fischer ekki látinn laus fyrir föstudag, þá verði heiminum gert það ljóst að honum var rænt. Hann segir engan lagalegan grundvöll fyrir því að hafa hann í haldi og hann telur öll skilyrði til staðar til þess að sleppa honum lausum. Bosnitch segir ljóst að japönsk yfirvöld haldi Fischer í bága við lög. Verði ekki orðið við þeirri kröfu að veita honum frelsi til að fara til Íslands verður japönskum og bandarískum yfirvöldum tafarlaust stefnt. Bosnitch segir einnig að mótmæli verði skipulögð við sendiráð Japans víða um heim í þeim tilgangi að vekja viðbrögð almennings við illri meðferð á skákmeistaranum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fór í japanska dómsmálaráðuneytið í morgun og bað um fund með fulltrúum þess þar sem þess verður krafist að skákmeistaranum verði sleppt lausum úr innflytjendabúðunum þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Hún vonast eftir formlegu svari ráðuneytisins á morgun. Suzuki fékk vegabréf Fischers í hendur í gær og gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus ekki seinna en á morgun, 9. mars, á 62 ára afmælisdegi hans. Ekki er hins vegar útlit fyrir að það verði að veruleika ef marka má upplýsingar sem bárust í morgun frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Reuters-fréttastofan hefur það eftir fulltrúa ráðuneytisins að enn sé langt í að Fischer verði leystur úr haldi. Fulltrúinn segir að þrátt fyrir íslenskt vegabréf hafi engar breytingar orðið á á aðstæðum Fischers og að skilyrði fyrir brottför hans frá Japan séu því enn ekki til staðar. John Bosnitch, helsti stuðningsmaður Fischers í Japan, segir að nú sé nóg komið. Verði Fischer ekki látinn laus fyrir föstudag, þá verði heiminum gert það ljóst að honum var rænt. Hann segir engan lagalegan grundvöll fyrir því að hafa hann í haldi og hann telur öll skilyrði til staðar til þess að sleppa honum lausum. Bosnitch segir ljóst að japönsk yfirvöld haldi Fischer í bága við lög. Verði ekki orðið við þeirri kröfu að veita honum frelsi til að fara til Íslands verður japönskum og bandarískum yfirvöldum tafarlaust stefnt. Bosnitch segir einnig að mótmæli verði skipulögð við sendiráð Japans víða um heim í þeim tilgangi að vekja viðbrögð almennings við illri meðferð á skákmeistaranum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira