Fischer losni eftir tvo daga 7. mars 2005 00:01 Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá fólkinu sem vinnur hörðum höndum að því að fá Bobby Fischer lausan úr fangelsi í Japan. Í morgun hitti Sæmundur Pálsson Fischer í fyrsta sinn síðan í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Sæmundur sagðist hafa átt í mestu erfiðleikum með að þekkja sinn forna vin því hann sé kominn með sítt hár og skegg eftir átta mánaða dvöl í fangelsinu. Síðar í dag fékk lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, svo hið íslenska vegabréf hans í hendur og það ríkti því ósvikin gleði á meðal vina Fischers í dag. Suzuki sagði þetta mjög stórt skref því sé nú sé ljóst að skákmeistarinn geti farið hvert sem er án nokkurra vandræða. Suzuki ætlar að fara í dómsmálaráðuneyti Japans á morgun og hún bindur vonir við að hann losni fljótlega úr prísundinni, jafnvel eftir tvo daga. Það má segja að það yrði táknrænt ef orð Suzukis rætast því ekki á morgun heldur hinn er 9. mars, afmælisdagur Fischers, sem þá verður 62 ára. Sæmundur Pálsson segir þetta vera stóran dag í baráttunni. Hann vonaðist eftir því áður en hann hélt til Japans að geta afhent Fischer vegabréfið í afmælisgjöf. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa komist lífs af Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá fólkinu sem vinnur hörðum höndum að því að fá Bobby Fischer lausan úr fangelsi í Japan. Í morgun hitti Sæmundur Pálsson Fischer í fyrsta sinn síðan í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík árið 1972. Sæmundur sagðist hafa átt í mestu erfiðleikum með að þekkja sinn forna vin því hann sé kominn með sítt hár og skegg eftir átta mánaða dvöl í fangelsinu. Síðar í dag fékk lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, svo hið íslenska vegabréf hans í hendur og það ríkti því ósvikin gleði á meðal vina Fischers í dag. Suzuki sagði þetta mjög stórt skref því sé nú sé ljóst að skákmeistarinn geti farið hvert sem er án nokkurra vandræða. Suzuki ætlar að fara í dómsmálaráðuneyti Japans á morgun og hún bindur vonir við að hann losni fljótlega úr prísundinni, jafnvel eftir tvo daga. Það má segja að það yrði táknrænt ef orð Suzukis rætast því ekki á morgun heldur hinn er 9. mars, afmælisdagur Fischers, sem þá verður 62 ára. Sæmundur Pálsson segir þetta vera stóran dag í baráttunni. Hann vonaðist eftir því áður en hann hélt til Japans að geta afhent Fischer vegabréfið í afmælisgjöf.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa komist lífs af Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira